Ferð Atla og Hörpu til Kos og Nisyros sumarið 2009Grísku eyjarnar Kos og Nisyros (stundum ritað Nissyros) eru rétt við strönd Anatólíu (Tyrklands) og tilheyra eyjaklasa sem nefnist Tylftareyjar. Meðal annarra eyja í þeim klasa eru til dæmis Rhodos og Patmos. Við flugum til Bodrum í Tyrklandi þann 17. júlí og gistum þar í eina nótt. Fórum svo með ferju til Kos þar sem við vorum í sjö nætur í höfuðstað eyjarinnar. Frá Kos sigldum við til Nissyros og vorum þar 11 nætur, fórum þá til baka til Kos og gistum þar 2 nætur. Að morgni 7. ágúst sigldum við svo frá Kos til Bodrum, vorum þar daglangt og flugum heim um nóttina. Kos er nokkuð fjölmenn eyja (með um 30.000 íbúa) og þar er mikið um ferðmenn og ferðaþjónusta eins og á öðrum fjölförnum stöðum við Miðjarðarhaf. Nisyros er dreifbýli. Íbúar þar eru milli 900 og 1000. Flestir búa í höfuðstaðnum Mandraki. En þarna eru líka þrjú önnur þorp í byggð: Fjallaþorpin Nikia og Eborios og sjávarplássið Paloi (frb. Palí). Við dvöldum í síðastnefnda þorpinu. Ekki eru skipulagðar sólarferðir til Nisyros þótt allmargir fari þangað á eigin vegum og talsverð umferð skútufólks sé um höfnina í Paloi. Einnig er talsvert um eins dags hópferðir því margir vilja sjá eldgígana á miðri eynni. |
![]() |
![]() Á kaffihúsi í Kos. |
![]() Kettlingar í Kos. |
![]() Í Asklepion (spítala Hippókratesar). Í herberginu sem Harpa er stödd í birtist lækningaguðinn, Askelipios, sjúklingum í draumi og sagði þeim hvað gera skyldi til að ná bata. |
![]() Í fjallaþorpinu Zia á Kos. |
|
![]() Bak við Hörpu er Stefánsey við Kefalos (Höfða) á suður Kos. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
![]() Eyðifjörður á Nisyros þar sem vinsælt er að tjalda (eða sofa undir berum himni). |
Atli, 11. ágúst 2009 |