Ferð Atla og Hörpu til Krítar sumarið 2010Við flugum til Kaupmannahafnar föstudaginn 28. maí og gistum þar í eina nótt, fórum svo daginn eftir með flugi til Chania og gistum þar 4 nætur í miðbænum. Frá Chania héldum við til Matala á suðurströnd Heraklion-sýslu þar sem við gistum í 10 nætur. Frá Matala gengum við í nærliggjandi þorp og ferðuðumst á bíl um Mesara dalinn og um Psiloritis, þ.e. sveitirnar í hlíðum Íða-fjalls. Næsti áningarstaður var Sougia á suðurströnd Chania-sýslu þar sem við vorum 7 nætur. Þaðan gengum við m.a. til Lissos. Frá Sougia fórum við til Paleochora sem er vestasti þéttbýlisstaður á suðurströnd Krítar. Þar vorum við í 4 nætur og gengum m.a. til Anyðroi. Síðustu 3 næturnar gistum við svo í Chania þaðan sem við flugum til Kaupmannahafnar 26. júní. Eftir einn dag í Kaupmannahöfn flugum við heim að kvöldi sunnudagsins 27. júní. |
![]() 1. Við höfnina í Chania (frb. Hganja). |
![]() 2 . Harpa á svölum gistihússins Hera sem stendur við Þeotokopoulou-götu í Chania. |
|
![]() 4. Soffía, eigandi gistihússins í Matala, hefur búið í þorpinu alla sína tíð. Þegar hún ólst upp voru þar 10 kot. |
![]() 5. Köttur í Matala (einn af fjölmörgum sem ganga um og sníkja bita hjá gestum veitingahúsa). |
![]() 6. Harpa uppi á hæð við Matala. Í baksýn eru óbyggðar eyjar sem heita Paximaðia. |
![]() 7. Harpa við ströndina í Matala. Þorpið var vinsæll dvalarstaður hippa fyrir um 40 árum og andi þeirra lifir þar enn þrátt fyrir landakaup og sumarbústaðabyggingar þýskra efnamanna. |
|
![]() 9. Harpa í Matala |
|
|
|
|
![]() 14. Eitt af fjölmörgum listaverkum Frakkans á Rauðasandi. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
![]() 28. Í hofi Askleipiosar (lækningaguðs) í Lissos. Frá Sougia er rúmlega klukkutíma gangur í eyðifjörðinn Lissos og liggur leiðin um þröngt gil og svo yfir heiði. Þarna eru rúsir og steinhleðslur fornrar borgar. Veggirnir sem sjást á myndinni eru taldir vera um 2300 ára gamlir en gólfið um 1900 ára. |
![]() 29. Harpa í Lissos. Byggingin er kirkja. |
![]() 30. Rétt hjá Sougia eru rústir borgar frá fyrstu öldum e.Kr. Hún hét Syja. Þar gengur búsmali þorpsbúa: geitur, kindur og hænur. Í Sougia búa um 40 manns allt árið og eiga flestir einhverjar skepnur auk olívutrjáa og annars aldinviðar. Á sumrin er fleira fólk þarna m.a. unglingar úr nærliggjandi þorpum sem vinna við ferðaþjónustu. Bændur í grennd framleiða einkum hunang auk olívuolíu. |
![]() 31. Geitur. |
![]() 32. Kvöld í Paleochora. |
![]() 33. Í gönguferð frá Paleochora til Anyðroi (frb. Aniðri). Leiðin lá fyrst eftir malarvegi austur með ströndinni, þá um veglaust og nokkuð torfært gil upp til þorpsins sem er í brattri hlíð inni í landi og svo eftir vegi til baka. |
![]() 34. Á leið til Anyðroi. Við ströndina var þetta athyglisverða skilti og spottakorn frá því þrír kofar á eyðiströnd. Í einum var selt kaffi. Merkingar gáfu til kynna að hinir væru snyrtistofa og nuddstofa en hvorki sáum við þar viðskiptavini né starfsfólk. |
![]() 35. Rétt hjá skiltinu sem sést á mynd 34 voru fleiri skilti. |
![]() 36. Komin til Anyðroi og Harpa sest niður á veitingahúsi þorpsins. |
![]() 37. Á veitingahúsinu í Anyðroi. |
![]() 38. Á veitingahúsinu í Anyðroi. Grískur strákpolli við næsta borð tók myndina. |
![]() 39. Nýlegt veggjakrot í Chania. Allmikið ber á kroti í þessum dúr þar sem efnahagsráðstöfunum grískra stjórnvalda er mótmælt og lýst andstöðu gegn Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Neðsta línan bendir til að ritari sé fylgismaður gríska kommúnistaflokksins (KKE = Kommounistikó Kómma Elláðas). |
![]() 40. Harpa utan við verslun í Chania. |
Atli, 29.júní 2010 |