Ferð Atla og Hörpu til Kos og Samos 2. til 16. júlí 2011Við flugum til Bodrum í Tyrklandi laugardaginn 2. júlí og gistum þar fyrstu nóttina. Daginn eftir sigldum við til Kos og gistum 3 nætur í smábænum Tigaki sem er rúmum 10 kílómetrum vestan við höfuðstað eyjarinnar. Miðvikudaginn 6. júlí sigldum við svo til Samos. Skipið kom við á eyjunum Kalymnos, Leros, Lipsi og Patmos en var samt ekki nema 3 klukkutíma á leiðinni því siglt var hratt. Á Samos vorum við 9 nætur í smábænum Kokkari á norðurströnd eyjarinnar. Frá Samos sigldum við til Kusadasi í Tyrklandi þann 15. júlí og fórum þaðan með leigubíl til Bodrum þar sem við gistum síðust nóttina. |
1. Veggur. |
|
3. Ströndin í Tigaki. |
4. Rétt fyrir utan Tigaki. |
5. Rétt fyrir utan Tigaki. |
6. Rétt fyrir utan Tigaki. |
7. Rétt fyrir utan Tigaki. |
8. Rétt fyrir utan Tigaki. |
9. Rétt fyrir utan Tigaki voru villtir flamingófuglar í tjörn. |
10. Rétt fyrir utan Tigaki voru villtir flamingófuglar í tjörn. |
11. Beðið eftir að báturinn (sem sést á myndinni) leggi af stað frá Kos til Samos. |
12. Tekið úr bátnum af höfuðstað Kalymnos. |
13. Búin að leigja íbúð í Kokkari á Samos. Atli situr á svölunum. |
14. Á gangi um Kokkari. |
15. Kokkari. |
16. Kokkari. |
17. Kokkari. |
18. Kokkari. |
19. Á veitingastaðnum Dionysos í Kokkari. |
20. Þorpið Vúrlíótes rétt hjá Kokkari. |
21. Virki Lúlúða á fjalli rétt hjá Kokkari. Atli klöngraðist þar upp og komst niður aftur. Lúlúði (Loulouðas) var annars ræningi sem byggði sér virki þarna einhvern tíma fyrir seinni heimsstyrjöld. |
22. Hálfbrunninn skógur rétt hjá Kokkari. (Á Samos hafa geisað skógareldar nokkrum sínnum á liðnum árum, síðast sumarið 2010.) |
23. Landslag inn af Kokkari. |
24. Á bíltúr um Samos stoppuðum við rétt hjá Maraþokambos þar sem þessi mynd var tekin. |
25. Í rústum af fornu hofi Heru í Ireon (Herustöðum) á suður Samos. Gyðjan Hera er frá Samos og þar var reist stórt hof henni til heiðurs á 8. til 6. öld f. Kr. |
26. Ireon. |
27. Ireon. |
28. Pyþagóras fæddist á Samos snemma á 6. öld f. Kr. Í þorpinu Pyþagórío sem við hann er kennt hefur nýlega verið reistur minnisvarði um hann. |
29. Beðið eftir ferju til Kusadasi. |
30. Grískur fiskibátur. |
31. Jónía (strönd Anatólíu sem nú tilheyrir Tyrklandi) rís úr sæ. |
32. Grískir kettir. (Þorpskettir virtust talsvert fleiri en mennskir íbúar í Kokkari. Á kvöldin setja húsmæður vatn og matarafganga í dalla út fyrir dyr til að fóðra þá, enda er sambúð mannfólks og katta með besta móti þarna suður frá og einkennist af vinsemd og gagnkvæmri virðingu.) |
33. Grískur köttur. |
34. Grískur köttur. |
35. Grískur köttur. |
36. Grískir kettir. |
37. Grískur köttur. |
38. Allvíða þar sem við fórum höfðu slagorð gegn Evrópusambandinu eða Alþjóðagjaldeyrisstjóðnum sem og stuðningsyfirlýsingar við gríska kommúnistaflokkinn verið krotuð á veggi. Á þessum vegg eru lesendur hvattir til að sameinast í baráttunni og kjósa gríska kommúnistaflokkinn (KKE). |
AH. 17. júlí
2011 |