Ferð Atla og Hörpu til Halkiðiki í maí og júní 2016Atli kom til Aþenu 22. maí, var þar á ráðstefnu í tvo daga og fór þaðan í rútu til Þessaloniki með viðkomu í Volos. Harpa flaug til Þessaloniki 25. maí. Þaðan fórum við saman til Sarti á Siþoniuskaga þann 26. maí og dvöldum þar í tvær vikur. Á þeim tveim vikum skruppum við í siglingu til Aþos og í bíltúr til Stageiru hinnar fornu þar sem Aristóteles ólst upp. Síðustu fimm dagana dvöldum við í þorpinu Agia Triaða rétt hjá Þessaloniki. Við flugum heim gegnum Berlín 14. júní. |
![]() 1. Á Akropolishæð í Aþenu. |
![]() 2. Við þinghúsið í Aþenu. Áletrunin fyrir ofan dátann er tilvitnun í fræga ræðu Periklesar og minnir á að grundin öll sé gröf hinna bestu manna. |
![]() 3. Með kollega við kennaradeild háskólans í Volos. |
![]() 4. Þorpið Sarti á austanverðum Siþoniu-skaga. |
![]() 5. Harpa við gamalt hús í Sarti. Gömlu húsin í þeim bæ voru mörg byggð fyrir tæpri öld af flóttamönnum frá Litlu-Asíu. Þeir urðu um helmingur íbúa í Makedóníu þegar grískumælandi íbúar Anatólíu voru hrakktir að heiman eftir katastrófuna í Smyrnu. |
![]() 6. Harpa í Sarti. |
![]() 7. Harpa í Sarti. |
![]() 8 . Harpa í Sarti. |
![]() 9. Veitingahús í Sarti. |
![]() 10. Veitingahús í Sarti. |
![]() 11. Fjallið helga á Aþos-skaga blasir við frá Sarti. |
![]() 12. Fjallið helga. |
![]() 13. Fjallið helga. |
![]() 14. Í siglingu að Fjallinu helga á Aþos-skaga. |
![]() 15. Klaustur á Aþos-skaga. |
![]() 16. Dæmigert landslag á Siþoniu-skaga. |
|
![]() 18. Appelsínuströndin skammt norðan við Sarti á Siþoniu-skaga |
![]() 19. Appelsínuströndin skammt norðan við Sarti á Siþoniu-skaga |
![]() 20. Inngangur í rústir Stageiru hinnar fornu. Aristóteles fæddist í borginni Stageiru í Makedóníu fyrir réttum 2400 árum. Rústir þessarar fornu borgar eru á nesi rétt hjá þorpi sem heitir Olympiaða. Sumt af þessum rústum er frá tímum Aristótelesar en sumt frá seinni öldum. Þær eru á afgirtu svæði sem er opið almenningi á daginn. Þorp sem nú er í byggð og heitir líka Stageira er nokkrum kílómetrum sunnar. Til aðgreiningar er gamla borgin kölluð Stageira hin forna. |
![]() 21. Rústir Stageiru hinnar fornu. |
![]() 22. Rústir Stageiru hinnar fornu. |
![]() 23. Í Stageiru hinni fornu. Ef til vill sést þarna sundalaug Aristótelesar? |
![]() 24. Kaffihús í Vúrvúrú á Siþoniu-skaga. (Í Makedóníu hefur enginn maður heyrt að neitt sé athugavert við lausagöngu hunda fremur en annarra húsdýra. Þeir þvælast um allt rétt eins og bæjarhundar í Biskupstungum gerðu þegar ég var krakki.) |
![]() 25. Kaffihús í Vúrvúrú á Siþoniu-skaga. (Í Makedóníu hefur enginn maður heyrt að neitt sé athugavert við lausagöngu hunda fremur en annarra húsdýra. Þeir þvælast um allt rétt eins og bæjarhundar í Biskupstungum gerðu þegar ég var krakki.) |
![]() 26. Í Agai Triaða. Á minnismerkinu stendur: „Ikonomio gamla land, í Agia Triaða búa börn þín núna“ (en líkt og Sarti byggðist þetta þorp flóttamönnum frá Tyrklandi á þriðja áratug síðustu aldar). |
![]() 27. Agia Triaða. |
![]() 28. Bæjarhundar í Agia Triaða nýta skugga af sólhlífunum á ströndinni. Borgin í baksýn er Þessaloniki. |
![]() 29. Bryggja í Agai Triaða. Textinn á veifunni segir „Ekki einn sopi af Amita, Fanta, Avra eða Coca Cola fyrr en verksmiðjan fer aftur í gang“ og hann er undirritaður „Verkfallsmenn“. |
![]() 30. Við Agia Triaða. |
![]() 31. Við Agia Triaða. |
![]() 32. Harpa í sjónum við Agia Triaða. Á ströndinni fyrir handan er borgin Þessaloniki. |
![]() 33. Við Agia Triaða. |
![]() 34. Á Aristótelesartorginu í Þessaloniki. |
Ah. 19. júní
2016 |