Ferð Atla og Hörpu til Goa á Indlandi í febrúar 2019

Við flugum frá Kaupmannahöfn til Goa með millilendingu í Katar 31. janúar og til baka sömu leið 20. febrúar. Við keyptum ferðina hjá dönsku ferðaskrifstofunni Apollo Rejser og gistum á hóteli í Calangute í Norður Goa sem heitir Empire Beach Resort. Þetta er sama hótel og við vorum á í febrúar 2018.


1. Herbergið á Hotel Empire Beach Resort. Enginn lúxus en ísskápur og vifta í loftinu, verönd og baðherbergi með sturtu.


2. Harpa í morgunmat á hótelinu.


3. Ávaxtasali rétt hjá hótelinu.

4. Við þessa kirkju er beygt af aðalveginum í gegnum þorpið Calangute inn á um það bil 1 km langan hlykkjóttan afleggjara að hótelinu sem stendur við ströndina.

5. Atli á gangi um Calangute.

6. Harpa við verslun í Calangute.

7. Bjarni leit við hjá okkur og við bræður fórum saman í Góverska bókakaffið sem heitir Literati og er skammt frá hótelinu.

8. Veitingastaður á Calangute ströndinni (en hluti hennar breytist í diskótek á nóttinni þar sem við Bjarni tókum næstum ekki þátt í gleðskapnum).

9. Harpa hitti sjálftökumann á ströndinni í Calangute.

10. Líf og fjör á ströndinni í Calangute. Flestir ferðamenn á ströndinni voru Indverjar og þeir fóru margir í fötunum í sjóinn.

11. Atli á ströndinni í Calangute. Í þorpinu eru nautgripir úti um allt.

12. Harpa á ströndinni í Calangute.

13. Þorpin Candolim (syðst), Calangute og Baga (nyrst) eru nær samvaxin og öll byggð ofan við sömu sandströnd sem er um 8 km löng. Syðst á henni er gamalt portúgalskt virki sem heitir Aguada og þar er þessi mynd tekin.

14. Nyrst á ströndinni (norðan við Baga) fellur á til sjávar og hér veður Harpa yfir hana.

15. Við Dudhsagar fossana á landamærum Goa og Karnataka

16. Við Dudhsagar fossana á landamærum Goa og Karnataka

17. Á ferð til baka frá Dudhsagar fossunum á landamærum Goa og Karnataka með bílstjóranum Aggy og konu frá Hong Kong sem heitir Annie.

18. Atli, Harpa og Annie Gömlu Goa (þar sem portúgalska nýlendurstjórnin hafði aðsetur um aldir). Á leið til baka frá ferð að Dudhsagar fossunum.

19. Atli í Gömlu Goa.

20. Harpa á gangi um Panjim, höfuðborg Goa

21. Atli á gangi um Panjim, höfuðborg Goa.

22. Harpa á gangi um Panjim, höfuðborg Goa

23. Gluggi í Panjim.

24. Þessir þrír áttu heima ásamt fólki og mörgum öðrum dýrum í húsi við afleggjarann að hótelinu (rétt hjá ávaxtasalanum á mynd 3). Þeir sitja á hnakk á skellinöðru.