Ferð Atla og Hörpu til Krítar 20. ágúst til 10. september 2021Við flugum beint frá Keflavík til Chania 20. ágúst og dvöldum í þrjár nætur á Sunset Suites í Platanias rétt vestan við borgina. Eftir það fórum við með leigubíl til Plakias á suðurströnd Reþymnosýslu (því við vildum ekki vera í rútum út af Covid 19). Í Plakias gistum við í 18 nætur á gististað sem heitir Studio Stella. Til að komast heim tókum við leigubíl frá Plakias á flugvöllinn í Herakleio og komumst þaðan til Keflavíkur með millilendingu í Frankfurt. Frá gististað okkar í Plakias fórum við fótgangandi um nágrenni þorpsins en þar eru margar gönguleiðir. Til að komast heim þurftum við að gangast undir Covid-próf sem við gerðum í lyfjabúð í Plakias tveimur dögum fyrir heimferð. |
1. Í Pano Platanias þar sem jóhannesarbrauðtré stendur á miðri götu. |
2. Studio Stella í Plakias. Það heitir eftir Stellu húsfreyju sem rekur það með Markosi syni sínum og konu hans Evi. Þau eru afar góðir gestgjafar. |
3. Herbergi okkar á Studio Stella. |
4. Plakias, eystri ströndin og austari hluti bæjarins. |
5. Plakias, vestari ströndin. |
6. Damnoni ströndin skammt austan við Plakias. |
7. Litli sandur (Mikro Ammúði) austan við Damnoni. |
8. Ströndin í Souda sem er skammt vestan við Plakias. |
9. Klettaþil við enda eystri strandarinnar í Plakias. |
10. Við enda eystri strandarinnar í Plakias. |
11. Klettaþil við enda eystri strandarinnar í Plakias. |
12. Göng inn í surtarbrandsnámur við enda eystri strandarinnar í Plakias. |
13. Göng inn í surtarbrandsnámur við enda eystri strandarinnar í Plakias. |
14. Í dalverpi inn af Plakias. |
15. Horft af öxlinni milli Plakias og Damnoni. |
16. Á leið upp brekkuna að Myrþios sem stendur um 200 m hærra en Plakias. |
17. Í Myrþios. |
18. Á klettóttu nesi austan við Souda. |
19. Kapella heilags Paísíosar á höfða fyrir ofan Litla sand. |
20. Útsýni af höfðanum þar sem kapella heilags Paísíosar stendur. |