Ferð Atla og Hörpu til Krítar 30. ágúst til 20. september 2022Við flugum beint frá Keflavík til Chania 30. ágúst
og heim aftur sömu leið 20. september. |
![]() 1. Harpa á nesi í Daratsos. Á bak við hana sést ströndin sem við heimsóttum flesta dagana. |
![]() 2. Daratsos. |
|
![]() 4. Á sunnudögum var messað undir trénu og einu sinni settumst við Harpa þar á stól og hlustuðum á guðsorð, söngva og bænir. Að helgistund lokinni var svo boðið upp á hádegisverð og þá smellti ég mynd af söfnuðinum (sem tók upp á að sækja messur undir tré þegar innisamkomur voru bannaðar í kóvitinu og heldur því áfram því það er svo miklu betra). |
![]() 5. Skógur á nesi rétt hjá Kiwi gistihúsinu. |
![]() 6. Harpa á nesi rétt hjá Kiwi gistihúsinu. (Það er brim því daginn áður var fárviðri á Hringeyjum.) |
![]() 7. Harpa á götu í Chania. |
![]() 8. Gata í Chania. |
![]() 9. Einn daginn sigldum við með ferju frá Kissamos og norður fyrir Gramvúsuskagann sem myndar norðvesturhorn Krítar. Við tókum land við lón sem heitir Balos og er við höfða vestanvert á skaganum. Þetta svæði er óbyggt enda fjöllótt og hrjóstrugt með hamraveggi í sjó fram. Þótt ekki sé akvegur að lóninu er það vinsæll ferðamannastaður þar sem sumir koma á skipum og sumir fótgangandi. |
![]() 10. Hér erum við hjá Balos lóninu. |
![]() 11. Í ferðinni um Gramvúsu komum líka við á annarri af tveimur Gramvúsueyjum þar sem er sögufrægt virki upp á um 130 metra háum kletti. |
![]() 12. Gengið niður Imbros gilið. Gangan hófst við þorpið Imbros í 800 metra hæð og endaði á láglendi rétt ofan við sjávarþorpið Chora Sfakion. Gilið er afar þröngt og um 11 kílómetrar að lengd alls en gönguleið okkar var styttri en það, sennilega svona um 8 kílómetrar. |
![]() 13. Harpa í Imbros gilinu. |
![]() 14. Harpa í Imbros gilinu. |
![]() 15. Atli í Imbros gilinu. |
![]() 16. Harpa við þríburablóm í þorpinu Kolymbari. |
![]() 17. Ströndin í Stavros á Akrotiri skaganum (þar sem Anthony Quinn dansaði í myndinni um Zorba). |
![]() 18. Atli á ströndinni í Stavros. |
![]() 19. Atli borðar fisk. |
![]() 20. Veitingakisan Lúna. |