Ferð Atla og Hörpu til Krítar 30. ágúst til 20. september 2022

Við flugum beint frá Keflavík til Chania 30. ágúst og heim aftur sömu leið 20. september.
Við bjuggum allan tímann á gistihúsinu Kiwi í þorpinu Daratsos rétt vestan við borgina.


1. Harpa á nesi í Daratsos. Á bak við hana sést ströndin sem við heimsóttum flesta dagana.

2. Daratsos.


3. Tré (sennilega ceratonia siliqua/jóhannesarbrauðtré) beint fyrir framan Kiwi gistihúsið.


4. Á sunnudögum var messað undir trénu og einu sinni settumst við Harpa þar á stól og hlustuðum á guðsorð, söngva og bænir. Að helgistund lokinni var svo boðið upp á hádegisverð og þá smellti ég mynd af söfnuðinum (sem tók upp á að sækja messur undir tré þegar innisamkomur voru bannaðar í kóvitinu og heldur því áfram því það er svo miklu betra).

5. Skógur á nesi rétt hjá Kiwi gistihúsinu.

6. Harpa á nesi rétt hjá Kiwi gistihúsinu. (Það er brim því daginn áður var fárviðri á Hringeyjum.)

7. Harpa á götu í Chania.

8. Gata í Chania.

9. Einn daginn sigldum við með ferju frá Kissamos og norður fyrir Gramvúsuskagann sem myndar norðvesturhorn Krítar. Við tókum land við lón sem heitir Balos og er við höfða vestanvert á skaganum. Þetta svæði er óbyggt enda fjöllótt og hrjóstrugt með hamraveggi í sjó fram. Þótt ekki sé akvegur að lóninu er það vinsæll ferðamannastaður þar sem sumir koma á skipum og sumir fótgangandi.

10. Hér erum við hjá Balos lóninu.

11. Í ferðinni um Gramvúsu komum líka við á annarri af tveimur Gramvúsueyjum þar sem er sögufrægt virki upp á um 130 metra háum kletti.

12. Gengið niður Imbros gilið. Gangan hófst við þorpið Imbros í 800 metra hæð og endaði á láglendi rétt ofan við sjávarþorpið Chora Sfakion. Gilið er afar þröngt og um 11 kílómetrar að lengd alls en gönguleið okkar var styttri en það, sennilega svona um 8 kílómetrar.

13. Harpa í Imbros gilinu.

14. Harpa í Imbros gilinu.

15. Atli í Imbros gilinu.

16. Harpa við þríburablóm í þorpinu Kolymbari.

17. Ströndin í Stavros á Akrotiri skaganum (þar sem Anthony Quinn dansaði í myndinni um Zorba).

18. Atli á ströndinni í Stavros.

19. Atli borðar fisk.

20. Veitingakisan Lúna.