Ferð Atla og Hörpu til Lefkaða
9. júní til 2. júlí 2024
Við flugum til Kaupmannahafnar 9. júní og þaðan
á Prevezaflugvöll daginn eftir. Við gistum allan tímann
í sama þorpinu sem heitir Nyðri og er á miðri
austurströnd Lefkaða. Við flugum aftur til Kaupmannahafnar
að kvöldi 1. júlí og þaðan heim að
morgni 2. júlí.
Við keyptum þrisvar dagsferðir með ferðaþjónustufyrirtæki
í Nyðri sem heitir Reflections og fórum þrívegis
í alllangar gönguferðir frá þorpinu. Óvenju
heitt var í veðri miðað við árstíma
svo flesta daga héldum við kyrru fyrir.
|

1. Gistihúsið Giorgio í Nyðri þar sem við
höfðum herbergi hjá Despínu húsfreyju
á þriðju hæð fyrir miðju.
|

2. Á veitingastað í Nyðri 11. júní.
Á diskinum er grillaður gullflekkur.
|

3. Á veitingastað í Nyðri 21. júní.
|

4 . Á veitingastað í Nyðri 21. júní.
Harpa fékk m.a. tyrokafteri.
|

5. Við veitingastað í Ag. Nikitas 13. júní.
|

6. Utan við kjörbúð í Nyðri. Bændur
komu og fylltu á ávaxtakassana og þetta var allt
glænýtt og ljúffengt eftir því.
|

7. Gengið frá Nyðri að fossum í gili nokkrum
kílómetrum ofan við bæinn 12. júní.
Áin er vetrarfljót og vatnslaus á sumrin.
|

8. Gengið frá Nyrði til þorpsins Ag. Christoforos
16. júní. Á myndinni sést vel yfir strandbæinn
Nyðri.
|

9. Gengið frá Nyðri suður með ströndinni
30. júní. Harpa á veitingastað við ströndina
í Desimi.
|

10. Haldið upp á 17. júní á svölum
gistihússins í Nyðri.
|

11. Harpa við ströndina í Nyðri 26. júní.
|

12. Í Lefkaða borg. Atli fyrir utan fæðingarstað
skáldsins Aristoteles Valaoritis.
|

13. Í Lefkaða borg. Atli í húsi skáldsins
Angelos Sikelianos.
|

14. Hringferð um Lefkaða í rútu frá fyrirtækinu
Reflections 13. júní. Harpa í Ag. Nikitas.
|

15. Hringferð um Lefkaða í rútu frá fyrirtækinu
Reflections 13. júní. Harpa á Kaþisma ströndinni.
|

16. Hringferð um Lefkaða í rútu frá fyrirtækinu
Reflections 13. júní. Varða á Kaþisma
ströndinni.
|

17. Ferð á suðurodda Lefkaða í rútu
frá fyrirtækinu Reflections 19. júní. Harpa
skoðar býflugnabúkonubúning.
|

18. Ferð á suðurodda Lefkaða í rútu
frá fyrirtækinu Reflections 19. júní. Atli
og eyjan Íþaka.
|

19. Ferð á suðurodda Lefkaða í rútu
frá fyrirtækinu Reflections 19. júní. Klettar
syðst á Lefkaða.
|

20. Ferð á suðurodda Lefkaða í rútu
frá fyrirtækinu Reflections 19. júní. Harpa
syðst á Lefkaða.
|

21. Ferð um Epírus í rútu frá fyrirtækinu
Reflections 28. júní. Atli við Nikopoli (sem Ágústus
keisari lét byggja eftir sigur á sjóher Antoníusar
og Kleópötru árið 31 f. Kr.). Á myndinni
má greina sterk egypsk menningaráhrif.
|

22. Ferð um Epírus í rútu frá fyrirtækinu
Reflections 28. júní. Dauðafljótið Akkeron
þar sem Karon ferjar framliðna í Hadesarheim.
|

23. Ferð um Epírus í rútu frá fyrirtækinu
Reflections 28. júní. Í draugó við dauðafljótið
Akkeron.
|

24. Ferð um Epírus í rútu frá fyrirtækinu
Reflections 28. júní. Næturgalahreiður við
dauðafljótið Akkeron.
|

25. Ferð um Epírus í rútu frá fyrirtækinu
Reflections 28. júní. Harpa í Parga.
|